
Gary Neville fór hörðum orðum um Luke Shaw í 1-0 tapi Manchester United gegn Everton á Old Trafford í gærkvöldi.
United var á fínu skriði þegra kom að leiknum og varð útlitið gott þegar Idrissa Gueye var rekinn af velli á 13. mínútu eftir að hafa slegið samherja sinn, Michael Keane, í bræðiskasti.
Þrátt fyrir það vann Everton lánlaust lið United með flottu marki Kiernan Dewsbury-Hall eftir um hálftíma leik.
Gary Neville gagnrýndi sérstaklega frammistöðu Shaw er hann lýsti leiknum og ákefð hans í sóknarleiknum þegar United reyndi að brjóta upp vörn Everton.
„Ég er ekki að segja að það sé auðvelt að spila gegn tíu mönnum, en þú verður að sýna ákefð og setja fleiri menn fram,“ sagði Neville.
„Shaw er aðeins farinn að færa sig framar, en hann skokkar bara. Hann hefur pirrað mig síðustu 20 mínútur. Svona gerir maður ekki. Þú átt að spretta fram í hvert skipti.“