fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Pressan
Mánudaginn 24. nóvember 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Suður‐Ástralíu hyggst á næstu dögum hefja leit í nokkrum afskekktum námugöngum á svæðinu þar sem hinn fjögurra ára Gus Lamont sást síðast á. Tveir mánuðir eru liðnir síðan hann hvarf sporlaust og hefur ekkert spurst til hans síðan.

Gus hvarf af afskekktri jörð afa síns og ömmu um 40 kílómetrum suður af bænum Yunta í suðurhluta Ástralíu þann 27. september síðastliðinn. Er talið að hann hafi ráfað burt og ekki ratað heim.

Umfangsmikil leit stóð yfir vikum saman sem hundruð sjálfboðaliða tóku þátt í. Einu ummerkin sem fundust í leitinni var eitt fótspor um 500 metrum frá heimili fjölskyldunnar.

Í leitinni sem mun hefjast í vikunni verður sérhæfður búnaður notaður til að skoða sex opin og ógirt námuop sem liggja í 5,5 til 12 kílómetra fjarlægð frá bænum Oak Park þar sem Gus sást síðast.

Aðstoðarlögreglustjórinn Linda Williams segir að umrædd námuop séu utan þeirra svæða sem fínkembd hafa verið og ekkert hafi verið skráð í opinberum gögnum um tilvist þeirra.

„Við erum staðráðin í að fara allar mögulegar leiðir til að finna Gus Lamont til að fjölskylda hans fái einhver svör,” segir Linda og bætir við að aðgerðirnar munu annað hvort leiða í ljós vísbendingar eða útiloka þessi svæði alfarið í áframhaldandi vinnu lögreglu.

Í frétt Mail Online sem fjallar um málið kemur fram að heimamenn á svæðinu hafi lýst yfir áhyggjum sínum af ógirtum námugöngum á svæðinu og Gus hefði mögulega getað fallið ofan í eitthvert þeirra.

„Þetta er það sem fólk hér talar um. Flest eru þessi op ekki á neinum kortum og sum þeirra sjást auðveldlega, en önnur alls ekki,” sagði einn íbúi á svæðinu nokkrum dögum eftir að Gus hvarf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku