fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ian Wright segir að ákveðnir hlutar breskra fjölmiðla séu einfaldlega ekki tilbúnir fyrir stórstjörnu sem er dökk á hörund, í tengslum við gagnrýni á Jude Bellingham undanfarið.

Bellingham hefur verið gagnrýndur eftir að hafa sýnt ósætti sitt er honum var skipt af velli í 2-0 sigri Englands gegn Albaníu, en hann fór af velli á 83. mínútu þrátt fyrir að hafa verið valinn maður leiksins. Hefur verið fjallað um meint ósætti hans og landsliðsþjálfarans Thomas Tuchel.

Wright ræddi málið í The Overlap ásamt Gary Neville, Jamie Carragher, Roy Keane og Wayne Rooney. Hann sagði að stórir leikmenn eins og Bellingham muni aldrei vera ánægðir með að fara af velli, en þeir verða að taka því. Sagði hann einnig að gagnrýnin gæti verið lituð af fordómum.

„Ég hef áhyggjur af Jude vegna þess að hann er einhver sem fjölmiðlarnir geta ekki stjórnað. Hann er að sýna fólki: Ég er hérna, ég er svartur, ég er stoltur, ég er tilbúinn,“ sagði Wright.

Gary Neville rifjaði upp samtal við Raheem Sterling árið 2016 þar sem Sterling lýsti því að hann væri óeðlilega mikið tekinn fyrir, ekki vegna fótboltans heldur kynþáttar. Wright hélt svo áfram.

„Sumir í breskum fjölmiðlum eru ekki tilbúnir fyrir svarta stórstjörnu. Hver getur hreyft sig eins og Jude? Þeir ná honum ekki. Menn eins og Jude hræða ákveðna aðila vegna þess hvað hann getur og hvaða áhrif hann getur haft á aðra. Sem svartur maður lærirðu að þú vilt bara gera þitt besta og halda höfðinu niðri, en Jude er með kassann úti og það vekur viðbrögð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Baldur til nýliðanna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim
433Sport
Í gær

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Í gær

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París