
Baldur Logi Guðlaugsson er genginn í raðir Keflavíkur eftir að hafa yfirgefið Stjörnuna.
Baldur á hátt í 100 leiki að baki í Bestu deildinni með Stjörnunni og FH og tekur hann nú slaginn með nýliðunum.
Tilkynning Keflavíkur
Bjóðum velkominn Baldur Loga Guðlaugsson!
Baldur á að baki 90 leiki í efstu deild þrátt fyrir að vera einungis 23 ára gamall. Hann er uppalinn í FH en kemur til okkar frá Stjörnunni.
Baldur sem er að upplagi miðjumaður er fjölhæfur leikmaður sem kemur til með að styrkja hóp okkar fyrir átökin sem bíða í Bestu deildinni.
Velkominn í Keflavík Baldur Logi!