
Íslenska karlalandsliðið er áfram í 74. sæti á heimslista FIFA, sem var verið að gefa út.
Ísland hefur spilað tvo leiki frá því listinn var gefinn út síðast, gegn Aserbaísjan og Úkraínu.
Eins og flestir vita vannst leikurinn við Asera, 0-2, en Strákarnir okkar töpuðu á grátlegan hátt gegn Úkraínu með sama markamun.
Úrslitin í landsleikjaglugganum þýðir að liðið fer ekki í umspil um að komast á HM næsta sumar og er því úr leik í keppninni.