

Í nýrri endurminningabók sinni segir leikkonan Cynthia Erivo, 38 ára, frá því hvernig faðir hennar yfirgaf hana þegar hún var unglingur.
„Ég var 16 ára þegar hann skildi mig eftir, eina, á neðanjarðarlestarstöð í London eftir rifrildi um almenningssamgöngupassa,“ skrifar hún í bókinni Simply More: A Book for Anyone Who’s Been Told They’re Simply Too Much. Þau hafa ekki talað saman síðan.
Erivo segist hafa eytt mörgum árum í örvæntingarfullri leit að því að sanna gildi sitt fyrir föður sínum, en hefur loksins sætt sig við brotthvart hans.
„Ég hef komist að því að hann átti aldrei að verða pabbi,“ skrifar hún.

Erivo er í nánu sambandi við móður sína og systur, en hún segir að það hafi tekið þær smá tíma að sætta sig við að hún sé hinsegin.
„Þetta er málefni sem við erum enn að ræða“ skrifar Erivo. Segist hún sem unglingur hafa áttað sig á því að hún laðaðist að bæði körlum og konum, en óendurgoldin ást á annarri stelpu í menntaskóla varð til þess að hún leyndi kynhneigð sinni.
Það var ekki fyrr en hún var í leiklistarskóla að hún byrjaði að opna sig um líðan sína við trausta vini.

Erivo hefur verið í sambandi með leikkonunni og framleiðandanum Lenu Waithe síðan 2022, en fram að þeim tíma var hún í samböndum við karlmenn.
„Ég held ekki að ég hafi verið með konu fyrr en ég var kominn á þrítugsaldur,“ skrifar hún.
Segist hún hafa hægt og rólega farið að „sjá hver ég var og fór að sætta mig við sjálfa mig. Að samþykkja sjálfa mig að fullu.“
Hún segir fjölskyldu sína hafa þurft sinn tíma til að samþykkja kynhneigð hennar.
„Hinskynjað eðli mitt gengur gegn því sem margir telja rétt og viðeigandi,“ skrifar hún. „Ég held að mamma mín sé áhyggjufull um hvað öðrum finnst … Ég sé hana vinna að því að sætta sig við þær hugmyndir sem hún hafði fyrir mig, áætlanir sínar fyrir mig, og síðan vinna að því að sleppa þessum áætlunum. Ég er meðvituð um að þetta hlýtur að vera erfitt.“
Segir Erivo að það hafi tekið systur sína enn „lengri tíma“ að sætta sig við kynhneigð hennar „En við höfum nýlega komist yfir smá erfiðleika og fundið leið okkar til hvor annarrar.“

Erivo kom opinberlega út sem tvíkynhneigð í viðtali við breska Vogue árið 2022 og viðurkenndi að það hafi tekið hana langan tíma að tjá sig.
„LGBTQ+ fólk finnur enn þörfina á að vera stöðugt að réttlæta hvers vegna við verðskuldum að vera meðhöndluð sem jafningjar, þegar eini munurinn í rauninni er sá að við elskum á mismunandi hátt og tjáum okkur á mismunandi hátt,“ sagði hún.
Hún segir það hafa skilið eftir varanleg ör að vera yfirgefin af föður sínum. Fyrir mörgum árum var hún að leika í Gríska leikhúsinu í Los Angeles. Á síðustu stundu kom þáverandi umboðsmaður hennar með hóp af handahófskenndum vinum til að horfa á hana æfa.
„Ég var brjáluð, ég held að ég hafi aldrei misst mig svona hvorki fyrr né síðar. Satt að segja, þá hræddi ég mig meira að segja sjálfa mig. Ég missti mig algjörlega af reiði.“
Umboðsmaðurinn fór og hún sá hann aldrei aftur. Hann sendi henni tölvupóst þar sem hann sagði upp störfum og ávítaði hana.
Eins og undirtitill bókar hennar segir, þá er Erivo vel meðvituð um að hún getur verið „of mikil“ fyrir suma en hún verður að vera trú sjálfri sér. Það er erfitt að vera „okkar raunverulegusta og sannusta sjálf klukkustund eftir klukkustund, dag eftir dag,“ viðurkennir hún, en það er „gefandi leiðin til að lifa“.