fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

ÍBV sækir spennandi markvörð

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færeyski markvörðurinn Ari Petersen er genginn í raðir ÍBV á láni frá KÍ Klaksvík, einu besta liðinu þar í landi.

Petersen er 22 ára gamall og lék alla leiki með U-21 árs landsliði Færeyja í síðustu undankeppni. Hann kemur til með að berjast við Marcel Zapytowski um stöðu aðalmarkvarðar hjá ÍBV.

ÍBV gerði frábæra hluti sem nýliði í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og var í baráttu um að koma sér upp í efri hlutann.

Tilkynning ÍBV
Færeyski knattspyrnumaðurinn Ari Petersen hefur gengið til liðs við ÍBV á eins árs lánssamningi frá færeyska félaginu KÍ Klaksvík. Ari er 22 ára markvörður sem lék alla leikina fyrir færeyska U21 árs landsliðið í síðustu undankeppni.

Í ár lék Ari fyrir færeyska efstu deildarliðið 07 Vestur, hann var fyrirliði liðsins og lék alla 27 leiki liðsins í Betri-deildinni.
Þorlákur Árnason, þjálfari, hafði þetta að segja um Ara.

„Ari kemur inn eftir að Hjörvar yfirgaf félagið í haust, hans hlutverk er að berjast við Marcel um markmannsstöðuna. Ari er mjög góður á boltanum og þá er hann sterkur maður gegn manni. Hann var fyrirliði 07 Vestur í ár þannig að við teljum að við séum að fá mjög sterkan persónuleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gærdagurinn var tilfinningarússíbani – Rifjaði upp samtal við Diogo Jota eftir leik

Gærdagurinn var tilfinningarússíbani – Rifjaði upp samtal við Diogo Jota eftir leik
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslensku strákarnir töpuðu en eiga enn veika von

Íslensku strákarnir töpuðu en eiga enn veika von
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum