fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótboltasagan var skrifuð í Karíbahafi í nótt þegar Curaçao tryggði sér óvæntan farseðil á HM með markalausu jafntefli gegn Jamaíka í Kingston.

Litla eyþjóðin, með um 155 þúsund íbúa, náði toppsætinu í riðlinum eftir að Jamaíka mistókst að vinna síðustu tvo leiki sína.

Curaçao tók þar með met okkar Íslendinga en við urðum fámensta þjóð sem hafði tekið þátt á HM árið 2018, það met er úr sögunni. Fögnuður í sjónvarpinu þar í landi vakti mikla athygli.

VAR varð til þess að fagnaðarlæti brutust út hjá sjónvarpsþulunum frá Curaçao þegar niðurstaðan var staðfest og liðið stóð uppi með eina sjálfvirku HM-sætið. Þar með mun liðið taka þátt í sínu fyrsta Heimsmeistaramóti næsta sumar

Jamaíka, sem hafði talið sig líklegra í riðlinum, þarf nú að fara leiðina í gegn um umspil. Dregið verður í það á morgun og leikirnir fara fram í Mexíkó.

Það hefði þó getað farið á annan veg, heimamenn hefðu þurft aðeins eitt mark í gærkvöldi til að endanlega tryggja sér áframhald, en Curaçao hélt út og skrifaði fótboltaundrið sitt inn í sögubækurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“