fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Curacao hefur skrifað söguna fyrir að verða minnsta þjóð í sögunni til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti í knattspyrnu. Eyjan, sem hefur aðeins rúmlega 150 þúsund íbúa, náði því með 0-0 jafntefli gegn Jamaíka.

Jamaíka, undir stjórn Steve McClaren, þurfti sigur til að tryggja sér á HM í fyrsta sinn síðan 1998, en allt kom fyrir ekki. McClaren sagði af sér strax eftir leik.

Curacao, sem er aðeins 171 ferkílómetri að stærð og varð sjálfstætt land árið 2010, heldur því í fyrsta sinn á HM. Liðið var í 150. sæti heimslistans fyrir áratug, en er komið upp í 82. sætið og tapaði ekki leik í undankeppninni.

Dick Advocaat, landsliðsþjálfari Curacao, verður jafnframt elsti þjálfari í sögu HM, 78 ára gamall, og slær þar með met Otto Rehhagel frá 2010.

Ísland var auðvitað minnsta þjóðin til að taka þátt á HM, árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Í gær

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“
433Sport
Í gær

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár