
Curacao hefur skrifað söguna fyrir að verða minnsta þjóð í sögunni til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti í knattspyrnu. Eyjan, sem hefur aðeins rúmlega 150 þúsund íbúa, náði því með 0-0 jafntefli gegn Jamaíka.
Jamaíka, undir stjórn Steve McClaren, þurfti sigur til að tryggja sér á HM í fyrsta sinn síðan 1998, en allt kom fyrir ekki. McClaren sagði af sér strax eftir leik.
Curacao, sem er aðeins 171 ferkílómetri að stærð og varð sjálfstætt land árið 2010, heldur því í fyrsta sinn á HM. Liðið var í 150. sæti heimslistans fyrir áratug, en er komið upp í 82. sætið og tapaði ekki leik í undankeppninni.
Dick Advocaat, landsliðsþjálfari Curacao, verður jafnframt elsti þjálfari í sögu HM, 78 ára gamall, og slær þar með met Otto Rehhagel frá 2010.
Ísland var auðvitað minnsta þjóðin til að taka þátt á HM, árið 2018.