fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Segir að Gyokeres verði að létta sig til að ná árangri

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Gyökeres þarf að bæta líkamlegt ástand sitt til að ná fullum árangri hjá Arsenal, að mati fyrrverandi leikmanns félagsins, Stefan Schwarz.

Hann telur að vaxtarlag og of mörg kíló sænska framherjans geti verið að halda aftur af honum miðað við markauppskeru hans hjá Sporting Lissabon.

Ummælin falla líklega ekki í kramið hjá Gyökeres, sem hefur áður svarað gagnrýni um að hann væri of þungur þegar hann var í Portúgal og sýndi það í verki að hún ætti ekki við.

Gyökeres hefur þó byrjað ágætlega hjá Arsenal, skorað sex mörk í 14 leikjum og hlotið lof frá Mikel Arteta fyrir ótrúlega vinnusemi. Hann hefur byrjað flesta leiki tímabilsins.

Schwarz, sem sjálfur lék aðeins eitt tímabil hjá Arsenal, segir Gyökeres hafa hæfileika til að blómstra en þurfi tíma: „Hann þarf að koma sér í betra form. Hann er í frábæru liði með Arteta og toppleikmenn í kringum sig.“

Hann bætir við að samkeppnin sé gríðarleg og Gyökeres muni ekki spila alla leiki. „Hann er sterkur, líkamlega öflugur og klárar vel með báðum fótum, en hann þarf að léttast aðeins og finna taktinn.“

Schwarz telur að með meiri leikreynslu muni Gyökeres skora mörg mörk og styrkja Arsenal í titilbaráttunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“