
Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Þá var tillaga stjórnar að þremur fulltrúum í uppstillingarnefnd samþykkt sömuleiðis en nefndina skipa Sigurjón Jónsson, Hjördís Guðný Guðmundsdóttir og Urður Björg Gísladóttir.
Þá var einnig samþykkt ályktun á fundinum að skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, að gefa kost á sér í formannsembætti flokksins.