

Rúben Amorim, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, vill endurvekja góðærið á Old Trafford með aðstoð gamalla hetja félagsins, þar á meðal Eric Cantona.
Portúgalinn telur að helstu goðsagnir United geti veitt núverandi leikmönnum innblástur og hjálpað þeim að skilja hvað það þýðir að bera rauða treyjuna. Amorim vill sérstaklega nýta reynslu Eric Cantona, David Beckham, Paul Scholes, Teddy Sheringham, Andy Cole og Dwight Yorke.
Samkvæmt heimildarmanni enskra blaða hefur Amorim mikla aðdáun á fyrrverandi stórstjörnum félagsins og vonast til að þær geti leiðbeint yngri leikmönnum liðsins.
„Á sínum leikmannsferli elskaði Rúben þegar fyrrverandi leikmenn komu inn í hópinn, sögðu frá reynslu sinni og útskýrðu hvað félagið stendur fyrir,“ sagði heimildarmaður.
United hefur sýnt batamerki og er ósigrað í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Amorim hefur sérstaklega litið upp til Cantona frá fyrstu tíð og sér hann sem lykilmann í þessu verkefni.