

Knattspyrnudeild Stjörnunnar og Árni Snær Ólafsson hafa framlengt samningi sínum út næsta tímabil .
Árni hefur verið lykilmaður hjá félaginu undanfarin ár og spilað 96 leiki fyrir Stjörnuna frá því hann kom árið 2023.
„Hann er reynslumikill leiðtogi og við hlökkum til að sjá hann halda áfram að styrkja liðið á komandi ári,“ segir á vef Stjörnunnar.
Nokkuð mikið hefur verið í gangi hjá Stjörnunni eftir tímabilið en félagið fékk Birni Snæ Ingason frá KA og rifti svo samningi við Steven Caulker.
Árni hafði verið orðaður við önnur lið en hefur ákveðið að taka slaginn áfram með Stjörnunni sem keppir í Evrópu á næstu leiktíð.