

Aron Einar Gunnarsson snéri aftur heim til Katar í gær eftir átta daga ferð með íslenska landsliðinu í knattspyrnu.
Aron Einar var ónotaður varamaður í leikjunum gegn Aserbaídsjan og Úkraínu, þar sem HM draumur Íslands fór í vaskinn.
Þessi fyrrum fyrirliði liðsins snéri heim í gærkvöldi til fjölskyldu sinnar en synir hans virðast hafa saknað hans ansi mikið.
„Velkomin til baka, kemur pabbi. Við elskum þig,“ stóð á miða á hurðinni heima hjá Aroni þegar hann snéri aftur heim.
Aron er leikmaður Al-Gharafa í Katar en hann og fjölskylda hans hafa verið búsett þar í landi frá árinu 2019.
