fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir, samfélagsrýnir og heldri borgari, segist hafa lært af reynslunni þegar kemur að notkun bílbelta eftir að hún kom að alvarlegum árekstri í Reykjavík. Sjálf hefur hún reynslu af alvarlegu umferðarslysi áður en bílbelti voru lögleidd.

„Sumarið 1960 lenti ég í alvarlegu umferðarslysi þar sem við systkinin sem sátum frammí bílnum köstuðumst út úr bílnum í einni veltunni og töldumst heppin að komast lifandi úr slysinu. Við vorum send á Slysavarðstofuna sem þá var undir Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík og ég með tvöfalt ennið eftir að hafa lamið hausnum við grjótið í brekkunni þar sem ég sá stjörnur í minningunni. Engin mynd var tekin af hausnum á mér, einungis lagt til að leggja kalda bakstra á ennið uns bólgan hjaðnaði. Síðan er ég eins og ég er, en það er önnur saga.“

Rifjar Anna þetta atvik upp í daglegum pistlaskrifum sínum á Facebooksíðu sinni sem njóta mikilla vinsælda meðal vina hennar og kunningja. Tilefnið er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa sem haldinn var á sunnudag. Í ár er sérstök áhersla lögð á notkun bílbelta.

Anna var níu ára þegar slysið varð og bílbelti varla komin til sögunnar en þau voru lögleidd tæpum áratug síðar.

„Í heimsku minni hélt ég því ávallt fram að skortur á bílbeltum hefði bjargað lífi mínu árið 1960 og lengi vel neitaði ég að nota öryggisbelti og beitti ýmsum ráðum til að telja sjálfri mér trú um að bílbelti væru stórhættuleg.“

Sú afstaða Önnu breyttist haustið 1987 þegar hún kom að alvarlegum árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í Reykjavík. Þar beið Anna á rauðu ljósi þegar tveir bílar ætluðu yfir gatnamótin á „bleiku“ ljósi og annar bíllinn valt við áreksturinn.

„Svo heppilega vildi til að bílstjórinn í bílnum við hliðina á mér var læknir og við hjálpuðumst að við að ná stúlkunni í hinum bílnum úr honum. Ég byrjaði á því að losa bílbeltið af henni áður en við náðum henni út úr bílnum. Hún var vissulega meðvitundarlítil, en lítt slösuð, en svo kom sjúkralið á staðinn og tók yfir málin og mér skildist síðar að stúlkan hefði sloppið nokkuð vel frá árekstrinum, vonandi betur en bílstjóri hins bílsins sem þurfti að bíða þess að bílnum yrði lyft ofan af honum, en slapp samt vel að lokum, að ég heyrði á þeim tíma.

Ég setti á mig bílbeltið þegar ég ók í burtu frá slysstaðnum og hefi notað bílbelti allar götur síðan, jafnvel þegar ég færi bílinn innan bílskýlis. Ég lærði af reynslunni.“

Anna segist einnig gera þær kröfur til farþega sinna að setja á sig bilbeltin áður hún ekur af stað, hvar sem þeir sitji í bílnum. „Það verður ekki ekið af stað fyrr en allir eru búnir að spenna á sig beltin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið