fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Íhugar að heimsækja Trent til að segja honum hvað hann þarf að bæta

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel segir að hann íhugi að ferðast til Spánar til að ræða við Trent Alexander-Arnold um stöðu hans í enska landsliðinu. Hægri bakvörðurinn hefur ekki spilað landsleik síðan hann kom inn á í 26 mínútur í 1-0 sigri gegn Andorra í júní á síðasta ári, það er jafnframt hans eini leikur undir stjórn Tuchel.

Aðeins tveir vináttuleikir í mars eru eftir áður en England fer á HM í Bandaríkjunum næsta sumar og Tuchel vill nú hitta 27 ára leikmanninn og ræða framtíð hans. „Starfið mitt er að hafa samband við alla, leikmenn eins og Trent,“ sagði hann eftir sigurinn á Albaníu.

„Útskýra af hverju þeir voru ekki valdir, hvað þeir þurfa að bæta og hvort eitthvað sé í þeirra höndum.“

Alexander-Arnold er líklega þekktasti leikmaðurinn sem stendur utan hópsins um þessar mundir. Aðspurður hvort hann myndi heimsækja hann sagði Tuchel: „Af hverju ekki? Við gætum jafnvel hitt Jude Bellingham og Trent saman. Ég hata símtöl, FaceTime er betra, eða heimsóknir á æfingar.“

Reece James er áfram fyrsti kostur Tuchels í stöðunni, þegar hann er heill. Í Tirana fékk Jarell Quansah, fyrrum samherji Alexander-Arnold hjá Liverpool, tækifærið. „Ég hef mikla trú á Jarell. Hann er hraður, sterkur og frábær í uppbyggingu leiks,“ sagði Tuchel og bætti við að Quansah væri örlítið á undan um þessar mundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Í gær

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Í gær

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar