fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Strætó ók á rútu við Fjörð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. nóvember 2025 17:15

Mynd: Aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árekstur varð milli strætisvagns frá Strætó, sem var að aka leið nr. 1 milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, og rútu Hópbíla sem ekur strætóleið nr. 55, á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, við Fjörð í Hafnarfirði fyrr í dag. Nokkrar skemmdir urðu á á báðum ökutækjum en slysið var ekki tilkynnt til lögreglunnar og því virðast ekki hafa orðið nein slys á fólki.

Fjörður er biðstöð fyrir bæði leiðir 55 og 1. Samkvæmt heimildum DV lögðu strætisvagninn og rútan af stað frá stöðinni með skömmu millibili en rútan var aðeins á undan af stað og ökumaður strætisvagnsins hemlaði ekki, að sögn heimildarmanns DV sem var á vettvangi, og mun það hafa endað með því að strætisvagninum var ekið á rútuna.

DV hafði samband við umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og aðalvarðstjóra á lögreglustöðinni í Hafnarfirði en áreksturinn hafði ekki verið tilkynntur til lögreglunnar og því virðist enginn hafa meiðst.

Ekki náðist samband við Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóra Strætó.

Eins og sjá má af þessari mynd sem DV fékk senda af vettvangi urðu einhverjar skemmdir á báðum ökutækjum. Rúða hefur brotnað í rútunni og spegill strætisvagnsins skemmst.

Mynd: Aðsend.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“