
Carlo Ancelotti telur engan vafa á að Cristiano Ronaldo nái að skora 1000 mörk áður en hann leggur skóna á hilluna.
Ronaldo verður 41 árs í byrjun næsta árs en heldur áfram að raða inn mörkum með Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Portúgalinn er alls kominn með 953 mörk fyrir lið og land á ferlinum og ætlar sér í fjögurra stafa töluna.
„Cristiano mun komast í 1000 mörk, ég er alveg viss um það,“ segir Ancelotti, sem var auðvitað stjóri Ronaldo hjá Real Madrid um tíma.
„En þegar hann nær því er eins gott að hann bjóði mér í partíið sem verður haldið í kjölfarið,“ segir Ítalinn enn fremur léttur.