

Manchester United þyrfti að greiða um 50 milljónir evra eða um 44 milljónir punda vilji félagið tryggja sér Joao Gomes í janúarglugganum, samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum.
United hefur verið að skoða möguleika í varnartengiliðstöðunni síðustu mánuði, þar sem leikmenn á borð við Carlos Baleba, Conor Gallagher, Elliot Anderson og Adam Wharton hafa verið nefndir til sögunnar.
Daily Mail greindi nýverið frá því að Joao Gomes hjá Wolves sé einnig ofarlega á óskalistanum.
Samkvæmt Record í Lissabon væri Brasilíumaðurinn opinn fyrir skiptum til Old Trafford, sérstaklega eftir að United eyddi 230 milljónum punda í sumar og leitar nú hagkvæmari leiða til að styrkja liðið.
Gomes, 24 ára, er með langtímasamning eftir komuna frá Flamengo, en staða Wolves, sem eru í fallsæti, gæti hvatt hann til að leita nýrra tækifæra í janúar.
Yrði kaupin að veruleika væri Gomes annar Wolves leikmaðurinn sem Ruben Amorim fær í sínar raðir á tímabilinu, eftir að Matheus Cunha kom fyrir 62,5 milljónir punda í júní.