fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United þyrfti að greiða um 50 milljónir evra eða um 44 milljónir punda vilji félagið tryggja sér Joao Gomes í janúarglugganum, samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum.

United hefur verið að skoða möguleika í varnartengiliðstöðunni síðustu mánuði, þar sem leikmenn á borð við Carlos Baleba, Conor Gallagher, Elliot Anderson og Adam Wharton hafa verið nefndir til sögunnar.

Daily Mail greindi nýverið frá því að Joao Gomes hjá Wolves sé einnig ofarlega á óskalistanum.

Samkvæmt Record í Lissabon væri Brasilíumaðurinn opinn fyrir skiptum til Old Trafford, sérstaklega eftir að United eyddi 230 milljónum punda í sumar og leitar nú hagkvæmari leiða til að styrkja liðið.

Gomes, 24 ára, er með langtímasamning eftir komuna frá Flamengo, en staða Wolves, sem eru í fallsæti, gæti hvatt hann til að leita nýrra tækifæra í janúar.

Yrði kaupin að veruleika væri Gomes annar Wolves leikmaðurinn sem Ruben Amorim fær í sínar raðir á tímabilinu, eftir að Matheus Cunha kom fyrir 62,5 milljónir punda í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ótrúlegt afrek Englands – Ekki gerst í yfir 70 ár

Ótrúlegt afrek Englands – Ekki gerst í yfir 70 ár
433Sport
Í gær

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool
433Sport
Í gær

Pep Guardiola pirraður á stöðu leikmanns síns

Pep Guardiola pirraður á stöðu leikmanns síns