fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“

433
Mánudaginn 17. nóvember 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA telur að Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands, þurfi að svara nokkrum stórum spurningum eftir tap liðsins gegn Úkraínu í gær.

Íslenska liðið tapaði 2-0 gegn Úkraínu en með jafntefli hefði liðið tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á HM næsta sumar. Sá draumur er úr sögunni.

Eitt af því sem Mikael er óhress með er að Daníel Leó Grétarsson hafi ekki spilað gegn Úkraínu í gær, hann hafði byrjað marga leiki þar á undan.

„Það er margt í þessu sem er skrýtið, það er stórfurðulegt. Það er furðulegt að það sé ekki búið að spyrja Arnar út í það, Daníel Leó hefur verið solid og alltaf í byrjunarliðinu. Þetta var fyrir mér eins og Argentína myndi skilja Messi eftir í úrslitaleik HM, þetta er einhver furðulegasta skipting á leikmanni. Algjör fail, mér skilst að það hafi ekkert verið að honum,“ sagði Mikael í Þungavigtinni í dag.

Mikael gagnrýnir einnig að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki komist í hópinn en hann hefur ekki spilað landsleik eftir að Arnar tók við.

„Ég kallaði eftir því að Gylfi yrði í þesusm hóp, Jóhann Berg er ekki í hóp síðast og byrjar núna. Brynjólfur er ekki í fyrsta hópnum þangað til einhver meiðist. Hann er í byrjunarliðinu í mikilvægasta leik riðilsins, hvað breytist hjá leikmönnum á svona stuttum tíma? Við erum eflaust með fleiri dæmi, Hörður Björgvin ekki í hóp síðast og byrjar. Ef ég hefði átt að láta Jóhann Berg byrja annan hvorn þessara leikja, þá hefði það verið í gær.“

„Aron Einar er að spila 0 mínútur í fjórum síðustu leikjum.“

Mikael heldur svo áfram og nefnir fleiri dæmi. „Af hverju fær Kristian Nökkvi allt í einu einn leik og spilar svo ekkert í gær. Við þurfum að vera gagnrýnir hérna, það er fullt fínt í þessu. Við erum búnir að vinna tvo af átta keppnisleikjum, svo mæta landsliðsmenn eftir leik og ræða um að þeir fari á EM. Það eru meiri möguleikar að fara á EM af því að við erum Í C-deild Þjóðadeildarinnar, ekki mæta í viðtal eins og Sverrir Ingi eftir leik og og segja að við séum ekki slakari en Úkraína. Þeir vinna okkur tvisvar og skora á okkur sjö mörk.“

Mikael veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar Þór Viðarsson væri landsliðsþjálfari.

„Við fengum á okkur sjö mörk, það eru einhverjir að reyna að keppast við það að tala um það að við höfum verið góður í fyrri leiknum. Við fengum á okkur fimm mörk, í seinni hálfleik í gær vorum við að spila upp á jafntefli. Við áttum fínan séns, það eiga flest lið séns. Þetta snýst ekkert um það, þetta eru fjögur lið í riðli og það var vitað að við myndum berjast við Úkraínu. Ef Arnar Þór Viðarsson væri landsliðsþjálfari núna, hvernig væri umræðan?

Kristján Óli Sigurðsson var fljótur að svara honum. „Reka hann,“ sagði Kristján.

Mikael vill ekki láta reka Arnar Gunnlaugsson fara eftir tíu leiki í starfi. „Ég vil ekki reka Arnar Gunnlaugs, af hverju fær hann ekki þessar spurningar eins og Arnar Þór. Af hverju spilar Daníel Leó ekki í gær? Af hverju spilar Hörður Björgvin? Er verið að reyna að finna upp hjólið, af hverju þetta Pep Guardiola leikkerfi í þessum leik? Það er ekki að virka.“

Mikael segir að umræðan um að íslenska landsliðið sé ungt og efnilegt haldi ekki neinu vatni. „Ekki tala um að við séum með ungt og efnilegt lið, Úkraína var með yngra byrjunarlið í gær. Meðalaldur okkar var í kringum 27 ár, ég veit að Hákon og Ísak eru ungir. Albert Guðmundsson er 28 ára og Jón Dagur líka, Sverrir, Guðlaugur Victor og Hörður Björgvin eru allir vel yfir þrítugt. Mikael Egill og Andri Lucas eru ungir en samt 23 ára gamli, það er talað um ungt lið en það er bara verið að horfa í Ísak og Hákon. Þetta er ekkert betra en síðustu fjörutíu ár.

„Auðvitað fær Arnar undankeppni EM en við verðum samt bara að gera betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ótrúlegt afrek Englands – Ekki gerst í yfir 70 ár

Ótrúlegt afrek Englands – Ekki gerst í yfir 70 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Góð og slæm tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð og slæm tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“
433Sport
Í gær

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja