
Umboðsmaður Marcus Rashford hefur fundað með Chelsea og Tottenham undanfarið, en þessu er haldið fram í spænska miðlinum El Nacional.
Rashford er á mála hjá Barcelona á láni frá Manchester United. Börsungar hafa möguleika á að kaupa hann næsta sumar en ekki er víst að það gangi eftir.
Ljóst þykir að Rashford haldi ekki aftur á Old Trafford eftir tímabilið og þarf hann því að halda möguleikum sínum opnum.
Endurkoma til Englands kemur þó greinilega til greina, ef fótur er fyrir því að fundirnir með Lundúnaliðunum hafi átt sér stað.