fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. nóvember 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjár stærstu umboðsskrifstofur knattspyrnunnar hafa varað enska úrvalsdeildin við og segjast munu stefna henni fyrir dómstóla ef deildin samþykkir umdeilt launaþak sem á að greiða atkvæði um á föstudag.

Úrvalsdeildarfélögin munu þá kjósa um svokallað „anchoring“-kerfi sem gæti tekið gildi strax á næstu leiktíð. Það myndi takmarka útgjöld hvers félags við verðlaunaféð og sjónvarpstekjurnar sem liðið sem endar neðst í deildinni fær greitt. Samkvæmt tölum frá síðustu leiktíð væri hámarkið um 550 milljónir punda.

Daily Mail hefur áður greint frá því að leikmannasamtökin, PFA, séu þegar reiðubúin að fara í mál vegna hugmyndarinnar. Nú hafa umboðsriserarnir CAA Stellar, CAA Base og Wasserman sameinast um að senda úrvalsdeildinni formlega yfirlýsingu, í gegnum þekkt lögmannsstofu í London, þar sem þeir styðja afstöðu PFA, telja að nýja kerfið brjóti í bága við samkeppnislög og hóta sjálfir lögsókn verði launaþakið samþykkt.

Bæði Manchester-félögin eru mótfallin kerfinu og telja það geta skaðað ensku úrvalsdeildina með því að ýta leikmönnum í átt til annarra Evrópulanda. Þá óttast þau einnig ringulreið ef sambærilegt kerfi yrði tekið upp í Championship.

PFA mun í vikunni funda með fyrirliðum allra 20 félaga og sumir telja að enski boltinn standi á barmi borgarastríðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ótrúlegt afrek Englands – Ekki gerst í yfir 70 ár

Ótrúlegt afrek Englands – Ekki gerst í yfir 70 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Góð og slæm tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð og slæm tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“
433Sport
Í gær

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“

Sverrir Ingi sár og svekktur en hefur þessi skilaboð – „Á næstu árum sjáum við þetta lið á stórmótum“
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja