
Enska karlalandsliðið flaug inn á HM næsta sumar og það með stæl. Ekkert lið hefur náð betri árangri í undankeppni.
England vann Albaníu 0-2 í gær með mörkum Harry Kane og fer þar með áfram með fullt hús stiga á HM. Auk þess að vinna alla átta leiki sína fékk liðið ekki á sig mark.
Einu liði hefur tekist þetta áður, Júgóslavíu fyrir HM 1954. Þá spilaði liðið þó aðeins fjóra leiki í undankeppninni.
HM næsta sumar fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó og eins og undanfarna áratugi vonast enska landsliðið eftir því að fótboltinn komi heim í fyrsta sinn síðan 1966.
100% & 0 – England (8 games) are the second European team to win 100% of their games in a FIFA World Cup qualifying campaign without conceding, after Yugoslavia in qualification for the 1954 FIFA World Cup (4 games). Perfection. pic.twitter.com/oAHbMNGCFn
— OptaJoe (@OptaJoe) November 16, 2025