fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Eyjan
Laugardaginn 15. nóvember 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn hélt baráttufund fyrir innvígða flokksmenn sína á dögunum. Tilgangurinn var að þétta raðirnar og stappa stálinu í flokkskjarnann. Menn eru langþreyttir á dapurlegum skoðanakönnunum sem sýna að fylgi flokksins fer stöðugt minnkandi. Í nýjustu könnunum hangir flokkurinn í 17 % fylgi.

Flokkurinn á sér glæsilega sögu. Hann var stofnaður árið 1929 með samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Fyrsti formaður hans var Jón Þorláksson verkfræðingur og fyrrum forsætisráðherra. Árið 1933 hlaut flokkurinn sína glæstustu kosningu þegar 48 % kjósenda greiddu honum atkvæði sitt.

Síðan hefur heimurinn tekið ótrúlegum breytingum. Samsetning þjóðarinnar hefur gjörbreyst. Stofnendur flokksins hefðu aldrei getað ímyndað sér kalda stríðið og þátttöku Íslands í hernaðarbandalögum og viðskiptasamböndum. Breyttar samgöngur hafa gert það að verkum að þetta afskekkta land er nú í alfaraleið. Opinberi geirinn og eftirlitsiðnaðurinn hafa blásið út á kostnað grunnatvinnuveganna. Nýr og síbreytilegur heimur er fullur af áskorunum fyrir stjórnmálamenn.

Það kom mér skemmtilega á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn taldi að engu þyrfti að breyta til að mæta nýju, pólitísku landslagi. Formaðurinn sagði að stefna Jóns Þorlákssonar væri enn í fullu gildi . Engin ástæða væri til að endurskilgreina flokkinn eða stefnu hans frá árinu 1929.

Annars staðar í samfélaginu er lítil virðing borin fyrir árinu 1929. Enginn læknir, hagfræðingur eða raunvísindamaður notfærir sér kennslubækur frá þessum tíma. Heimurinn hefur þróast með ógnarhraða og skilið hugmyndafræði þriðja áratugarins eftir.

Mig dreymdi Jón Þorláksson á dögunum. Hann var kampakátur yfir þeirri trú sem nýr formaður flokksins hefði á pólitískum hugmyndum hans. „Nú mun ævisaga mín eftir stjórnvitringinn Hannes Hólmstein verða ný flokksbiblía Sjálfstæðisflokksins. Þangað geta menn leitað að svörum við öllum vandamálum Íslands, sérstaklega þeim, sem ég vissi ekki að væru til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Það þarf tekjur til að byggja upp samfélag

Sigmundur Ernir skrifar: Það þarf tekjur til að byggja upp samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Stríðsæsingatal

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Stríðsæsingatal
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
EyjanFastir pennar
06.12.2025

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
EyjanFastir pennar
06.12.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
05.12.2025

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
EyjanFastir pennar
04.12.2025
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
04.12.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
03.12.2025

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!