fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Fékk að mæta til æfinga eftir að hafa verið í sprengjusveit Chelsea

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. nóvember 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Disasi hefur sést æfa með aðalliði Chelsea í landsleikjahlénu þrátt fyrir að vera hluti af svokallaðri „sprengjusveit“ félagsins.

Frá því í sumar hefur varnarmaðurinn, líkt og nokkrir aðrir leikmenn, verið útilokaður frá aðalliðsæfingum á meðan framtíð þeirra hefur verið óljós.

Sumir, eins og Alfie Gilchrist og Lesley Ugochukwu, fengu lán eða félagaskipti, en Disasi ekki.

Því hefur hann æft sér, meðal annars með Raheem Sterling, sem þénar 325 þúsund pund á viku. Enzo Maresca hefur jafnframt gefið í skyn að engin leið sé aftur inn í hópinn.

Nú virðist hins vegar breyting hafa orðið, því 27 ára Frakkinn, sem var á láni hjá Aston Villa á síðasta tímabili, hefur sést æfa með aðalliðinu í Cobham.

Myndir sýna Disasi elta framherjann Liam Delap, og stuðningsmenn Chelsea bentu strax á að varnarmaðurinn gæti verið á leið aftur í hópinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íþróttavikan: Keli og Viktor Unnar gera upp landsleikinn – Fínasta frammistaða en á sunnudaginn er allt undir

Íþróttavikan: Keli og Viktor Unnar gera upp landsleikinn – Fínasta frammistaða en á sunnudaginn er allt undir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Í gær

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands