
Manchester United horfir til þess að styrkja miðsvæði sitt á næstunni og er leikmaður Wolves á blaði.
Um er að ræða Brasilíumanninn Joao Gomes sem hefur vakið athygli í búningi Úlfanna. Ruben Amorim, stjóri United, er aðdáandi og vill krækja í leikmanninn.
Gæti hann þurft að bíða til næsta sumars en bindur vonir við að það takist að landa honum strax í janúar.
Gomes er 24 ára gamall. Kom hann til Wolves 2023 frá Flamengo í heimalandinu.
United hefur tekið við sér undanfarnar vikur eftir erfiða byrjun á leiktíðinni.