

Jóhann Páll Guðnason, yfirverkstjóri hafnarvinniða hjá Faxaflóahöfnum, og Viktor Steingrímsson, skógarhöggsmaður hjá Landi og skógi, fóru á jólasveinaveiðar við endimörk Skorradals. Eftir töluverða leit og göngu um skóga uppsveita Borgarfjarðar fundu þeir hátt og tignarlegt tré vel vaxið 15 metra sitkagreni. Við tóku mælingar og úttekt á trénu, og eftir að hafs skoðað tréð hátt og lágt, frá öllum hliðum, voru þeir félagar sammála um að hér væri Hamborgartré ársins 2025 fundið!
Ljósin á Hamborgatrénu í ár verða tendruð klukkan 17:00 þann 29. nóvember við Gömlu höfnina í Reykjavík við hátíðlega athöfn að viðstöddum þýska sendiherranum Clarissa Duvigneau. Þar munu jólasveinar sigla í land, Lúðrasveit Hafnarfjarðar leika jólalög og að athöfn lokinni býðst gestum að þiggja fiskisúpu í boði Brims í Landsbankanum við Reykjastræti 6 þar sem jólasveinar og harmonikkuleikari skemmta gestum og leika jólalög. Öll eru velkomin. Dagskrá má sjá hér.

Hamborgartréð á sér langa sögu sem nær allt til ársins 1965 og verður þetta í 60. sinn sem tréð er reist í Reykjavíkurhöfn. Í upphafi var siglt með jólatré frá Hamborg í Þýskalandi sem þakklætisvott fyrir velgjörðir vestfirskra útgerðarmanna og sjómanna á eftirstríðsárunum. Nú orðið erum við Íslendingar orðnir sjálfbærir í jólatrjám og því er ekki lengur siglt landa á milli með tréð. Í staðinn styrkir Faxaflóhafnir íslenska skógrækt með kaupum á jólatré hjá Land og skógi.
Hamborgartréð mun prýða Miðbakkann – öllum til gleði og yndisauka sem heimsækja Gömlu höfnina í höfuðborginni yfir hátíðarnar.
