fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 12:33

Jóhann Páll Guðnason, yfirverkstjóri hafnarinnviða hjá Faxaflóahöfnum og Viktor Steingrímsson, skógarhöggsmaður hjá Land og skógi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Guðnason, yfirverkstjóri hafnarvinniða hjá Faxaflóahöfnum, og Viktor Steingrímsson, skógarhöggsmaður hjá Landi og skógi, fóru á jólasveinaveiðar við endimörk Skorradals. Eftir töluverða leit og göngu um skóga uppsveita Borgarfjarðar fundu þeir hátt og tignarlegt tré vel vaxið 15 metra sitkagreni. Við tóku mælingar og úttekt á trénu, og eftir að hafs skoðað tréð hátt og lágt, frá öllum hliðum, voru þeir félagar sammála um að hér væri Hamborgartré ársins 2025 fundið!

Ljósin á Hamborgatrénu í ár verða tendruð klukkan 17:00 þann 29. nóvember við Gömlu höfnina í Reykjavík við hátíðlega athöfn að viðstöddum þýska sendiherranum Clarissa Duvigneau. Þar munu jólasveinar sigla í land, Lúðrasveit Hafnarfjarðar leika jólalög og að athöfn lokinni býðst gestum að þiggja fiskisúpu í boði Brims í Landsbankanum við Reykjastræti 6 þar sem jólasveinar og harmonikkuleikari skemmta gestum og leika jólalög. Öll eru velkomin. Dagskrá má sjá hér.

Hamborgartréð á sér langa sögu sem nær allt til ársins 1965 og verður þetta í 60. sinn sem tréð er reist í Reykjavíkurhöfn. Í upphafi var siglt með jólatré frá Hamborg í Þýskalandi sem þakklætisvott fyrir velgjörðir vestfirskra útgerðarmanna og sjómanna á eftirstríðsárunum. Nú orðið erum við Íslendingar orðnir sjálfbærir í jólatrjám og því er ekki lengur siglt landa á milli með tréð. Í staðinn styrkir Faxaflóhafnir íslenska skógrækt með kaupum á jólatré hjá Land og skógi.

Hamborgartréð mun prýða Miðbakkann – öllum til gleði og yndisauka sem heimsækja Gömlu höfnina í höfuðborginni yfir hátíðarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra