
Hannes Valle Þorsteinsson, 22 ára gamall, fyrrverandi starfsmaður leikskólans Múlaborgar, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni.
Þetta kemur fram í nafnhreinsaðri ákæru gegn Hannesi en DV fékk ákæruna senda frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið var þingfest fyrr í dag en réttarhöld í málinu eru fyrir luktum dyrum.
Samkvæmt ákærunni er Hannes ákærður fyrir að hafa brotið tvisvar gegn sama stúlkubarninu með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði gegn henni. Hann er þar sagður hafa misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni, brugðist trausti hennar og trúnaði hennar, sem starfsmaður leikskólans. Í síðara brotinu er hann jafnframt sagður hafa notfært sér að þannig var ástatt um stúlkuna að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga.
Í upprunalegri útgáfu ákærunnar eru ítarlegri lýsingar á meintum brotum Hannesar gegn barninu en þær hafa verið afmáðar úr þeirri útgáfu ákærunnar sem DV barst frá dómstólnum.
Fyrir hönd barnsins er gerð krafa um miskabætur að fjárhæð sjö milljónir króna.