fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 14:50

Hannes Valle Þorsteinsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Valle Þorsteinsson, 22 ára gamall, fyrrverandi starfsmaður leikskólans Múlaborgar, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni.

Þetta kemur fram í nafnhreinsaðri ákæru gegn Hannesi en DV fékk ákæruna senda frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið var þingfest fyrr í dag en réttarhöld í málinu eru fyrir luktum dyrum.

Samkvæmt ákærunni er Hannes ákærður fyrir að hafa brotið tvisvar gegn sama stúlkubarninu með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði gegn henni. Hann er þar sagður hafa misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni, brugðist trausti hennar og trúnaði hennar, sem starfsmaður leikskólans. Í síðara brotinu er hann jafnframt sagður hafa notfært sér að þannig var ástatt um stúlkuna að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga.

Í upprunalegri útgáfu ákærunnar eru ítarlegri lýsingar á meintum brotum Hannesar gegn barninu en þær hafa verið afmáðar úr þeirri útgáfu ákærunnar sem DV barst frá dómstólnum.

Fyrir hönd barnsins er gerð krafa um miskabætur að fjárhæð sjö milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“
Fréttir
Í gær

Harðar deilur milli frændsystkina um arf – Rifust um hvern frænkan vildi arfleiða og hvort hún hafi verið of rugluð

Harðar deilur milli frændsystkina um arf – Rifust um hvern frænkan vildi arfleiða og hvort hún hafi verið of rugluð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna