fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 13:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi Chelsea-leikmaðurinn Oscar gæti verið neyddur til að leggja skóna á hilluna eftir að hafa misst meðvitund á æfingu, þar sem rannsóknir á sjúkrahúsi leiddu í ljós hjartavandamál, samkvæmt brasilískum fjölmiðlum.

Hinn 34 ára miðjumaður fékk skyndilega áfall á æfingu með São Paulo á þriðjudag þegar hann var að taka próf á æfingahjóli.

Oscar, sem lék fimm tímabil með Chelsea áður en hann gekk í raðir Shanghai Port árið 2016 fyrir 60 milljónir punda, sneri aftur til uppeldisfélags síns í desember í fyrra. Hann hefur þó aðeins spilað 21 leik síðan.

Oscar lék síðast í ágúst gegn Corinthians en þurfti að fara af velli eftir 20 mínútur vegna brots í hryggjarlið. Hann hefur aðeins verið á varamannabekknum tvisvar síðan.

Samkvæmt Globo Esporte komu fram merki um óeðlilega starfsemi í hjarta hans þegar hann fór í rannsókn vegna meiðslanna, en hann var þá talinn leikfær.

Í yfirlýsingu São Paulo á þriðjudag segir að Oscar hafi lent í atviki tengdu hjartanu og hafi strax verið fluttur í umsjá læknateymis félagsins og sérfræðinga frá Einstein Hospital Israelita.

Framtíð leikmannsins er nú óljós, og ekki ljóst hvort hann muni geta snúið aftur á völlinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz