fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Pressan
Mánudaginn 10. nóvember 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Simpson er orðin tvítug. Vanalega er slíkt ekki í frásögur færandi en mál Alex er einstakt, enda fæddist hún án heila og læknar töldu ómögulegt að hún yrði eldri en fjögurra ára. Hún hefur því heldur betur barist fyrir tilveru sinni og það með góðum árangri umfram allar væntingar.

Alex kemur frá Nebraska í Bandaríkjunum og fæddist með heilaleysi (e. hydranencephaly) sem mætti lýsa á íslensku sem svo alvarlegu tilfelli vatnshöfuðs að stærsta hluta heilans vantar. Í stað heilans er hola sem venjulega er full af heila- og mænuvökva. Heilastofninn og hluti miðheila geta þó áfram verið til staðar og þannig gert barni kleift að anda, kyngja og sýna grunnviðbrögð við áreiti. Horfur barna sem glíma við heilaleysi af þessu tagi eru ekki góðar og flest lifa aðeins í nokkra mánuði. Aðeins einstaka barn hefur náð að telja ævi sína með árum fremur en mánuðum. Alex er því algjörlega einstök.

Alex er bæði blind og heyrnarlaus. Foreldrar hennar telja samt að hún geti skynjað nærveru þeirra.

„Þú getur séð það þegar ég fór að henni og spjallaði við hana fyrir smá stund þá var hún að leita að mér,“ sagði faðir hennar í samtali við People. Bróðir Alex, sem er 14 ára, segist einnig sannfærður um að Alex sé meðvituð um það sem á sér stað í kringum hana.

Fjölskyldan þakkar trú sinni fyrir að hafa komið sér í áfallið sem fylgdi greiningunni á heilaleysinu og síðar í gengum áskoranirnar sem fylgja því að ala upp barn með alvarlega fötlun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky