fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína

Pressan
Mánudaginn 10. nóvember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TikTok-stjarnan Mariam Cisse var numin á brott af vígamönnum í Malí á föstudag og tekin af lífi opinberlega fyrir framan fjölskyldu sína. Töldu vígamennirnir að hún væri að vinna með hernum og hefði tekið upp myndbönd af þeim án samþykkis.

Mariam var þekkt í heimalandi sínu og með um 90 þúsund fylgjendur á TikTok.

Í frétt Daily Mail segir að hún hafi verið numin á brott í borginni Tonka í norðurhluta Timbuktu-héraðs og tekin af lífi á torgi í borginni þann 7. nóvember síðastliðinn. Hafa fréttir af dauða hennar vakið mikla hneykslun í Malí þar sem herforingjastjórn fer með völd.

Mariam var þekkt fyrir að styðja opinberlega við herforingjastjórnina og klæddist hún meðal annars einkennisbúningi hans í myndböndum sínum. Hún er sögð hafa verið numin á brott frá markaði í borginni af nokkrum vopnuðum mönnum á sama tíma og hún var í beinni útsendingu á TikTok.

Hún var flutt á Sjálfstæðistorgið, eitt þekktasta kennileiti borgarinnar, samkvæmt bróður hennar sem segist enn fremur hafa verið neyddur til að horfa á þegar hún var skotin til bana.

Í fréttum erlendra miðla kemur fram að Mariam hafi að mestu birt létt myndbönd sem fjölluðu um samfélagsmál og hversdagslegar áskoranir í óstöðugu landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky