fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Pressan
Sunnudaginn 9. nóvember 2025 22:45

Novak-hjónin á góðri stund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk hjón á fertugsaldri, sem voru viðriðin vafasöm viðskipti með rafmyntir, voru numin á brott í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og síðan myrt.

Roman Novak og eiginkona hans Anna voru ginnt á fund með mögulegum viðskiptavini í Dubai, þar sem þau voru búsett ásamt börnum sínum, í byrjun október. Um var að ræða gildru sem hjónin gengu lóðbeint í og voru þau numin á brott. Mannræningjarnir kröfðust aðgangs að rafrænum veskjum í eigu Novak en þar gripu þeir í tómt.

Kröfðust mannræningarnir í kjölfarið lausnargjalds fyrir hjónin en þegar sú fjárhæð fékkst ekki greidd myrtu mannræningjarnir hjónin með köldu blóði og losuðu sig við lík þeirra í nærliggjandi eyðimörk. Þá voru símar hjónanna sendir í ferðalag til þess að villa um fyrir rannsakendum en síðasta merkið frá þeim barst í Höfðaborg í Suður-Afríku.

Morðingjarnir, sem voru þrír talsins, hafa verið handteknir og verða þeir að öllum líkindum framseldir til Rússlands. Þá eru að minnsta kosti fimm aðrir einstaklingarnir taldir hafa komið að skipulagingu glæpsins.

Roman Novak hafði þó ýmislegt á samviskunni. Árið 2020 hlaut hann sex ára fangelsisdóm fyrir fjársvik. Hafði hann platað fjárfesta til þess að leggja fé í nýja greiðslulausn sem hann kvaðst hafa þróað.

Safnaði hann háum fjárhæðum, fleiri milljörðum, í hlutafé frá fjárfestum en síðan lét hann sig hverfa með fjármunina og skyldi fyrirtækið eftir í rjúkandi rúst. Voru því margir sem hugsuðu Novak þegjandi þörfina.

Þó ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum er talið líklegt að einhver þeirra sem var svikin af Novak á sínum tíma hafi komið að morðum hjónanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn

Þingkona missti stjórn á sér á flugvelli og urðaði yfir starfsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 5 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
Pressan
Fyrir 5 dögum

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni

Viðtal Trump við 60 Minutes veldur fjaðrafoki – Fólk hefur áhyggjur af heilsu hans og minni