fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni

Pressan
Föstudaginn 7. nóvember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem starfaði í ræstingum var skotin til bana eftir að hafa óvart komið að röngu húsi í bænum Whitestown í Indiana á miðvikudagsmorgun.

Þegar lögregla kom á vettvang fann hún hina 32 ára María Florinda Rios Perez de Velasquez, á verönd hússins með skotsár í höfuðið, samkvæmt frétt ABC News.

Að sögn lögreglu skaut húsráðandi einu skoti í gegnum hurðina eftir að María reyndi að opna útidyrahurðina með lykli. Hún var hins vegar á röngum stað og taldi húsráðandi að um innbrotstilraun væri að ræða.

Lögreglu barst neyðarsímtal klukkan 6:49 um mögulegt innbrot en síðar kom í ljós að engin vísbending var um slíkt. Segir lögregla að María og vinnuhópur hennar hafi farið á rangan stað.

Eiginmaður hennar, Mauricio Velasquez, sem starfaði með henni, segir að þau hjónin hefðu unnið við ræstingar í um sjö mánuði. Mauricio var við hlið hennar þegar skotinu var hleypt af og segir hann að hún hafi látist í fangi hans. Þau hjónin áttu fjögur börn og er það yngsta aðeins ellefu mánaða.

Lögreglan segir rannsóknina enn í gangi og að unnið sé með saksóknaraembætti Boone-sýslu að því að ákveða hvort húsráðandinn verði ákærður.

Samkvæmt lögum í Indiana er fólki heimilt að beita ýtrustu ráðstöfunum til að verja öryggi sitt á eigin heimili og er manndráp þar með talið.

„En sá sem beitir slíku afli verður að hafa réttmæta ástæðu til að ætla að það sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir eða binda enda á yfirstandandi innbrot eða árás á heimili sitt,“ segir saksóknari í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Í gær

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna

Hjónin heyrðu neyðaróp fyrir aftan sig – Myndin varpar ljósi á örvæntinguna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 5 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur