
Breiðablik á ansi verðugt verkefni fyrir höndum gegn úkraínska stórliðinu Shakhtar Donetsk í Póllandi.
Liðin mætast í 3. umferð Sambandsdeildarinnar nú klukkan 17:45 og eru nær allir á því að ógnarsterkt lið Shakhtar vinni.
Stuðullinn á sigur Shakhtar á Lengjunni er til að mynda aðeins 1,16 en hann er 9,15 á Blika. Þá er stuðull á jafntefli 5,65.
Blikar eru með eitt stig í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar eftir tap 3-0 tap gegn Lausanne og markalaust jafntefli við KuPS.