

Enska goðsögnin Peter Crouch brást skemmtilega við þegar Erling Haaland endurtók fræga vélmenna fagnið hans í leik Manchester City gegn Bournemouth á sunnudag.
Haaland, sem skoraði tvö mörk í 3-1 sigri City, dró fram gamalt fagn Crouch eftir sitt fyrsta mark. Crouch tók eftir því á samfélagsmiðlum og skrifaði á X: „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið,“ ásamt tveimur vélmenna-emójíum.
Haaland svaraði sjálfur á Instagram og sagði: „Greinilega gat ég ekki falið það lengur…“
Crouch lék 468 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skoraði 106 mörk fyrir félög eins og Liverpool, Tottenham, Stoke og Aston Villa. Hann varð landsþekktur fyrir sitt einstaka fagn sem hann sýndi fyrst með enska landsliðinu árið 2006.
Manchester City vann leikinn 3-1 þar sem Nico O’Reilly bætti við marki, en Tyler Adams skoraði fyrir Bournemouth í fyrri hálfleik.