fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fókus

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Fókus
Mánudaginn 3. nóvember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Ramos Jr hefði aldrei getað dottið í hug að leit hans að ástinni myndi marka upphaf heilsuvegferðar hans.

Daily Mail fjallar um sögu hans og Andrew Hulbert og hvernig þeim tókst að léttast án þess að nota þyngdartapslyf á borð við Ozempic og Mounjaro.

Jesse Ramos Jr.

Jesse hafði alla tíð verið í yfirþyngd og segir að hann hafi átt erfitt með sjálfsmynd sína. Hann segir að leit hans að ástinni hafi gert honum ljóst að hann þyrfti að gera eitthvað í sínum málum. Þetta var í upphafi 21. aldarinnar, tveimur áratugum áður en þyngdartapslyfin vinsælu komu á markað. Jesse léttist á gamla mátann, með því að hreyfa sig.

Hann byrjaði að eyða 30 mínútum á dag á hlaupabrettinu. Fyrst gekk hann bara en með tímanum var hann farinn að skokka. Kílóin fuku en til þess þurfti hann einnig að breyta mataræðinu. Hann skipti út hamborgara og frönskum fyrir kjúkling og grænmeti. Hann hætti líka að drekka bjór og drekkur frekar hitaeiningasnauða áfenga drykki.

Í gegnum árin hefur hann misst um 60 kíló og þó hann hefur bætt stundum aftur á sig hefur honum mestmegnis tekist að halda aukakílóunum af og er hann viss um að það sé „hefðbundnu leiðinni“ að þakka, að léttast rólega heldur en með hraði.

„Margir kvarta undan aukahúð en ég er ekki með mikið svoleiðis,“ segir hann.

„Með Ozempic… eftir að þú hættir á lyfinu þá byrjarðu að borða alveg eins og áður og flestir þyngjast aftur. Það er skelfilegt.“

Andrew Hulbert.

Sömu söguna má segja af Andrew Hulbert, 39 ára. Honum hefur tekist að missa um 45 kíló án þyngdartapslyfja eða aðgerða, en ólíkt Jesse var hans vegferð ekki löng heldur missti hann þyngdina hratt yfir fimm mánaða skeið með því að fasta og borða minna, en læknar mæla ekki með hans aðferð.

En það sem sérfræðingar mæla frekar með er breytingin sem hann gerði á daglegum venjum en hann byrjaði að ganga. Þó hann var ekki alltaf í stuði til þess þá lagði hann bílnum sínum hálftíma göngufjarlægð frá vinnunni og gekk því alltaf í klukkutíma á hverjum degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti