fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Pressan
Laugardaginn 1. nóvember 2025 15:00

Frá Vínarborg. Vinstra meginn á myndinni má sjá dómkirkju heilags Stefáns. Mynd: Anna Saini. Wikimedia Commons>CC BY-SA 4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjalaverði dómkirkju heilags Stefáns í Vínarborg, höfuðborg Austurríkis, brá verulega þegar hann opnaði nýlega pakka sem barst kirkjunni. Pakkinn reyndist innihalda hauskúpu en í raun var sendingin ekki glæpsamleg heldur yfirbót fyrir áratuga gamlan glæp og hauskúpan var aftur komin til síns heima.

BBC greinir frá en með hauskúpunni fylgdi bréf frá þýskum manni. Sagðist hann í bréfinu hafa heimsótt kirkjuna fyrir 60 árum og nýtt þá tækifærið og stolið hauskúpunni til að hafa sem minjagrip.

Hauskúpunni stal maðurinn í skoðunarferð um katakomburnar undir kirkjunni en þar er meðal annars að finna líkamsleifar og grafir 11.000 manna, sem eru mestmegnis frá 18.öld.

Sagðist maðurinn í bréfinu vilja finna innri frið og bæta fyrir misgjörðir sínar nú þegar hann væri farinn að nálgast endalok lífs síns.

Skjalavörðurinn, Franz Zehetner, segist hafa verið snortinn eftir að hafa lesið skýringarbréf mannsins og það sé gott þegar menn vilji bæta fyrir unggæðisleg og misráðin uppátæki. Maðurinn hafi líka varðveitt hauskúpuna vel í öll þessi ár.

Óljóst er af nákvæmlega hverjum hauskúpan er en henni hefur verið komið aftur fyrir í katakombunum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum