
Marcus Rashford hefur brugðist við eftir að varnarmaður Arsenal, William Saliba, taggaði hann í Instagram-færslu liðsfélaga síns Andre Harriman-Annous.
Harriman-Annous, sem er 17 ára gamall, lék sinn fyrsta leik með aðalliði Arsenal í 2-0 sigri á Brighton í deildabikarnum á miðvikudagskvöld.
Saliba vísaði í gamalt myndband sem fór á flug á samfélagsmiðlum í fyrra, þar sem Harriman-Annous var spurður í stúkunni hvort hann væri bróðir Rashford og svaraði þá: „Já, ég heiti Andre Rashford.“
Rashford tók athugasemd Saliba vel eins og gefur að skilja og svaraði með tveimur hlæjandi tjáknum (e. emoji), auk þess sem hann óskaði Harriman-Annous til hamingju með frábæran fyrsta leik.