
Fyrrverandi markvörður Tottenham, Alfie Whiteman, hefur lagt hanskana á hilluna aðeins 27 ára gamall til að hefja nýjan feril sem leikstjóri og ljósmyndari.
Whiteman, sem kom upp í gegnum akademíu Tottenham, yfirgaf félagið í sumar eftir að samningur hans rann út.
Hann lék einn leik með aðalliði Spurs, en hann kom í Evrópudeildinni gegn Ludogorets í nóvember 2020.
Markvörðurinn var hluti af leikmannahópi Tottenham sem vann Evrópudeildina á síðasta tímabili en hefur nú ákveðið að kalla þetta gott og taka U-beygju í lífinu.