fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Aðalsteinn stígur til hliðar á Húsavík – Vildu halda í hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. október 2025 09:04

Mynd: Völsungur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson er hættur með karlalið Völsungs eftir að hafa náð frábærum árangri með liðið.

Aðalsteinn hefur verið þjálfari karlaliðsins síðan 2023, en var þar áður þjálfari kvennaliðsins. Kom hann liðinu upp í Lengjudeildina í fyrra og náði glæsilegum árangri í ár, skilaði liðinu í 7. sæti.

Völsungur kveðst hafa viljað halda Aðalsteini en hann kaus að róa á önnur mið.

Tilkynning Völsungs
Alli Jói hefur ákveðið að stíga til hliðar sem knattspyrnustjóri hjá Völsungi og róa á önnur mið. Alli hefur verið óralengi innan okkar raða og höfum við verið afsakaplega heppin með að hafa hann hjá okkur. Alli byrjaði ungur að þjálfa hjá yngri flokka hjá Völsungi og hefur hann verið máttarstólpi í yngri flokka þjálfun félagsins í fjölda mörg ár.

Alli tók fyrst við þjálfun meistaraflokks kvenna árið 2020 þá í 1.deild. Síðan þá hefur liðið leikið í 2.deild kvenna og í fjórum af þessum fimm tímabilum hefur liðið endað í 3.sæti, einu sæti frá því að fara upp um deild. Alltaf hefur liðið verið í harðri baráttu að komast upp um deild en því miður aldrei náð takmarkinu. Liðið varð þá Lengubikarsmeistari í C-deild 2023 undir stjórn Alla.

Frá og með tímabilinu 2023 hefur Alli einnig verið þjálfari meistaraflokks karla liðsins okkar. Alli kom liðinu upp í Lengjudeild karla á sínu öðru tímabili með liðið og í sumar lentu þeir í 7.sæti í Lengjudeildinni sem er besti árangur Meistaraflokks karla í fjölmörg ár.

Völsungur vildi halda samstarfinu áfram en eins og áður segir ætlar Alli að róa á önnur mið. Það er sárt að kveðja eins mikinn félagsmann eins og Alli er en það kemur alltaf maður í manns stað. Alli skilur eftir sig gott bú af leikmönnum og sáum við svo vel í sumar að framtíðin er björt hjá Völsungi. Þjálfaraleit er þegar hafin og munum við birta fréttir af því hér þegar að því kemur. Við óskum Alla velfarnaðar á nýjum slóðum og þökkum kærlega fyrir samstarfið í öll þessi ár.

Áfram Völsungur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM