fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. október 2025 09:00

Orri Björnsson forstjóri Algalíf

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennaverkfall er framundan á föstudag og í gær mætti Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB í settið í fréttum Sýnar og útskýrði hvað felst í deginum og hverjar áherslur hans eru.

Þrátt fyrir greinargóðar útskýringar þá eru samt enn margir sem setja spurningu við þennan dag og hver tilgangur hans er. Einn þeirra er Orri Björnsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs í Reykjanesbæ.

„Formaður BSRB er í sjónvarpinu og hvetur atvinnurekendur til að borga konum og kvárum full laun í eins dags verkfalli. Það er ansi athyglisverð nálgun.

Af hverju ekki bara vikuverkfall á launum?“

Í færslu á Facebook bendir Orri á að eru ansi margir vinnuveitendur eru búnir að fara í gegnum jafnlaunavottun.

„Hjá þeim vinnuveitendum sem ég þekki best til sem eru Hafnarfjarðarbær og Algalíf þar sem ég vinn, er niðurstaðan sú að konur hafa heldur hærri laun en karlar í sambærilegum störfum. Munurinn er ekki mikill en á báðum stöðum eru konurnar með forskot.

Ég verð að viðurkenna að mér finnst ekki eðlilegt að konur fari í launað verkfall á þannig vinnustöðum.

En ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu.“

Nokkrir taka undir með honum í athugasemdum. „Þessu rugli verður að fara að linna“, segir lögmaðurinn Guðmundur St. Ragnarsson. 

„Verðum við ekki að vera í samúðarverkfalli á föstudaginn Orri Björnsson- Bæjarstjórn Hafnarfjarðar. ?“ spyr Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð