fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Bilun í rafbúnaði hjá Norðuráli og framleiðslustöðvun að hluta

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. október 2025 20:38

Frá álverinu á Grundartanga. Skjáskot úr myndbandi Norðuráls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarleg bilun varð í álveri Norðuráls á Grundartanga í dag sem veldur framleiðslustöðvun að hluta. DV fékk ábendingu um málið í dag en svar barst við fyrirspurn DV í kvöld frá Sólveigu Bergmann, framkvæmdastjóra samskipta og samfélagsmála hjá Norðuráli. Þar segir:

„Framleiðsla hefur verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga í kjölfar bilunar í rafbúnaði í álverinu. Þetta veldur því að álframleiðsla á Grundartanga skerðist um tvo þriðju um óákveðinn tíma. Framleiðsla í hinni kerlínu Norðuráls er stöðug og hefur umrædd bilun engin áhrif á rekstur hennar.“

Unnið er að því að koma framleiðslu aftur í fyrra horf, eða eins og segir í svarinu:

„Unnið er að því að greina ástæður bilunarinnar, og útvega og flytja til landsins búnað til að koma framleiðslu í fyrra horf. Jafnframt mun Norðurál vinna náið með birgjum sínum og viðskiptavinum vegna breyttra áætlana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“

„Það er verið að taka flugrekstur og ferðaþjónustu á Íslandi og bara Íslendinga í gíslingu“
Fréttir
Í gær

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“