Ólafur Ingi Skúlason var í gær ráðinn þjálfari Breiðabliks eftir að félagið ákvað að reka Halldór Árnason úr starfi. Ólafur var í starfi hjá KSÍ sem þjálfari u21 árs landsliðsins.
Starfið hjá Breiðablik var ekki það eina sem var í boði fyrir Ólaf því samkvæmt heimildum 433.is var hann einnig í viðræðum við Val.
Heimildir 433.is herma að Ólafur hafi látið forráðamenn Vals vita um helgina að hann ætlaði sér að taka við Breiðablik.
Srdjan Tufegdzic er í starfi sem þjálfari Vals en mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá félaginu. Túfa hefur skilað góðu starfi á sínu fyrsta heila tímabili í starfi, hefur liðið skorað mest allra í Bestu deildinni. Hefur liðið tryggt sér Evrópusæti og fór alla leið í bikarúrslit þar sem liðið tapaðai fyrir Vestra.
Framtíð hans virðist hins vegar vera í lausu lofti en Ólafur Ingi var á blaði Vals en valdi það að taka við Breiðablik. Halldór Árnason fyrrum þjálfari Breiðabliks er einn þeirra sem er orðaður við starfið á Hlíðarenda.