fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Eyjan

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Eyjan
Sunnudaginn 19. október 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðtryggingin flækir mjög rekstur banka á Íslandi, auk þess sem hún vinnur beinlínis gegn þeim tækjum sem Seðlabankinn hefur til að vinna gegn verðbólgu. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, skrifaði nýlega grein þar sem hann bendir á ókosti verðtryggingar og hvetur til þess að dregið verði úr vægi hennar. Benedikt er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

En hvernig er það, eru ekki bankarnir að græða á verðtryggingunni?

„Ég hef svarað þessari spurningu. Í grunninn, nei. Það er þó með þeim fyrirvara að ef raunstýrivaxtastigið er lægra heldur en, hvað við segjum hérna, sem nemur verðbólgunni, þá munu bankar jú hafa af því viðbótararðsemi. Og þá fer að skipta máli hverjir eru stýrivextirnir versus verðbólgan. En bankar eru nefnilega aðeins annar aðili í okkar hagkerfi heldur en til dæmis lífeyrissjóðakerfið, sem er 8.400 milljarða kerfi. Og íbúðalánakerfið er 3.000 milljarðar og 2.000 milljarðar af því eru beint eða óbeint í eigu lífeyrissjóðanna eða lífeyrissjóðirnir fá rentu, bankarnir eru milliliður. Á bak við eitt íbúðalán sem að við veitum, þá er svona 7% af láninu er það eigið fé sem við bindum. Sem er þá hlutafé hluthafanna okkar. En 93% af láninu sem við veitum er skuldbinding, við tökum það á láni. Við tökum helminginn sirka af þessum 93% að láni frá innlánseigendum okkar og borgum þeim innlánsvexti.“

Ég man að í einhverjum fyrsta tímanum sem ég fór í og tengdist peningamálum og bankamálum kom fram að banki er sá sem að tekur fjármagn að sér til skamms tíma en lánar til langs tíma.

„Nákvæmlega og það er einmitt það sem ég ætlaði að koma inn á. Hinn helmingurinn eru skuldabréfaútgáfur, það er til lengri tíma. Það gefum við út í gegnum kauphöllina og seljum og langstærstu kaupendurnir af því eru lífeyrissjóðir og eins og verðbréfasjóðir. skuldabréfasjóðir. Og það er lengri tíma fjármögnun. Skemmri tíma fjármögnuninni eru innlán, mestmegnis óverðtryggð. Þannig að þegar við erum að lána verðtryggt lendum við í því mjög fljótt að það verður skekkja á milli verðtryggðra eigna og verðtryggðra skulda. Þá skekkju þurfum við að binda viðbótar eigið fé fyrir af því að í þessu felst áhætta sem við náum ekki að stýra. Og hvernig skekkjan skilar sér í afkomuna fer bara eftir því hvernig verðbólgan þróast milli mánaða og hvernig stýrivextir þróast.“

Af þessum sökum verður til flökt í afkomu bankanna og ef aðhald í peningastefnu er slakt þá hafa bankarnir af þessu einhvern viðbótarvaxtamun. „Ef aðhaldið er mikið eins og það er núna höfum við ekkert sérstaklega viðbótararðsemi af þessu og í rauninni er verðtryggingin bara til trafala fyrir okkur og flækir okkur. Og það sem bankarnir reyndu raunverulega að gera hérna eftir 2008, svona 2011, 12, var að hefja innreið sína inn á íbúðalánamarkaðinn með óverðtryggðar lánveitingar því að það passar betur fjármögnun bankakerfisins.“

Einmitt. Þú nefndir líka í þessu sambandi nokkuð sem manni sýnist flestir sjá nema kannski Seðlabankinn og peningastefnunefndin, að þetta verðtryggða umhverfi gerir verkefni peningastefnunefndar nær óframkvæmanlegt.

„Já. Þegar ég var að skrifa þessa grein las ég mér töluvert til um það hvaða skoðun Seðlabankinn hefur á nákvæmlega þessu máli og og hann hefur ekki verið afdráttarlaus með það að þetta skapi einhverjar viðbótarflækjur í peningastefnunni.“

Það hefur bara verið vísað til þess að ef að ef óverðtryggðir nafnvextir eru orðnir fólki ofviða geti það bara sem hægast farið yfir í verðtrygginguna. Þetta er bara ábending frá Seðlabankanum.

Já, mér finnst þetta augljóst. Mér finnst það að vera með tvö kerfi krónunnar flækja allt stýrivaxtastig. Ég heyrði ágætt viðtal við Agnar Thomas Möller sem er einn af okkar fremri sérfræðingum í skuldabréfum og stjórnarmaður Íslandsbanka, þar sem hann var einmitt að útskýra þetta, þetta væru tvö kerfi. Og þegar við lendum í því að þurfa að auka aðhaldið þá verður þessi tilflutningur yfir í verðtryggða umhverfið. Og þá þarf að hækka vextina enn meira til þess að reyna að bíta á verðbólguna því að við það að færa sig úr óverðtryggðum íbúðalánum yfir í verðtryggð, þá í einhverjum tilfellum aukast ráðstöfunartekjurnar á mánuði.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra
Hide picture