Leikkonan Jennifer Aniston, 56 ára, sýnir að hún er í hörkuformi í nýrri herferð fyrir Pvolve líkamsræktarkerfið.
Í myndbandi sem birt var á Instagram á miðvikudag má sjá Aniston sitja fyrir á myndum með lóð, gera æfingar með líkamsteygjum og skemmta sér með vinum sínum, í kynningu fyrir Strong for Fall Challenge herferðina frá Pvolve, sem útleggst sem Hraust í haust.
„Haustáskorun @pvolve er komin og ég myndi elska það ef þið mynduð taka þátt með okkur,“ skrifaði Aniston við myndbandið og bætti við að með því að taka þátt í áskoruninni væri fólk að styðja við Women in Medicine, sem hún lýsti sem „sjóði sem styður byltingarkenndar rannsóknir til að efla heilsu kvenna“.
Í athugasemdum uppsker Aniston mikið hrós frá fylgjendum sínum fyrir hraust og gott útlit, og segja margir hana geislandi og greinilega hamingjusama.
„Hún lítur alveg ótrúlega út: sterk, sjálfsörugg og geislandi,“ skrifaði einn. Annar skrifaði: „Líkami Jennifer er fullkominn blanda af styrk og glæsileika … sannarlega fyrirmynd!“
Í fréttatilkynningu sögðu Aniston og Pvolve að herferðin leggi áherslu á „vöðvastyrk sem lykilinn að langlífi“ og hvetur „konur alls staðar að endurhugsa líkamsrækt ekki sem skammtímalausn, heldur sem ævilanga fjárfestingu í styrk, stöðugleika og lífsþrótti.“
„Styrktarþjálfun hefur skipt mestu máli fyrir mig, í því hvernig ég hreyfi mig, hvernig mér líður, bara í öllu,“ sagði Aniston í fréttatilkynningu fyrir líkamsræktarmerkið og bætti við að Pvolve Langlífispakkinn hafi „verið svo mikilvægur þáttur í að byggja upp raunverulegan styrk.“
Aniston deilir reglulega æfingum sínum á samfélagsmiðlum, auk þess að kynna Pvolve, en samstarf þeirra hófst árið 2023.
„Af öllum æfingum sem ég hef prófað í gegnum árin hefur þessi umbreytt líkama mínum meira en nokkrar aðrar og þetta er mjög skemmtileg æfing.“
„Jen er mjög samkvæm í æfingum sínum,“ sagði Dani Coleman aðalþjálfari Pvolve.
View this post on Instagram