fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Sýnir grjótharða magavöðva í nýrri auglýsingu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. október 2025 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jennifer Aniston, 56 ára, sýnir að hún er í hörkuformi í nýrri herferð fyrir Pvolve líkamsræktarkerfið.

Í myndbandi sem birt var á Instagram á miðvikudag má sjá Aniston sitja fyrir á myndum með lóð, gera æfingar með líkamsteygjum og skemmta sér með vinum sínum, í kynningu fyrir Strong for Fall Challenge herferðina frá Pvolve, sem útleggst sem Hraust í haust.

„Haustáskorun @pvolve er komin og ég myndi elska það ef þið mynduð taka þátt með okkur,“ skrifaði Aniston við myndbandið og bætti við að með því að taka þátt í áskoruninni væri fólk að styðja við Women in Medicine, sem hún lýsti sem „sjóði sem styður byltingarkenndar rannsóknir til að efla heilsu kvenna“.

Í athugasemdum uppsker Aniston mikið hrós frá fylgjendum sínum fyrir hraust og gott útlit, og segja margir hana geislandi og greinilega hamingjusama.

„Hún lítur alveg ótrúlega út: sterk, sjálfsörugg og geislandi,“ skrifaði einn. Annar skrifaði: „Líkami Jennifer er fullkominn blanda af styrk og glæsileika … sannarlega fyrirmynd!“
Í fréttatilkynningu sögðu Aniston og Pvolve að herferðin leggi áherslu á „vöðvastyrk sem lykilinn að langlífi“ og hvetur „konur alls staðar að endurhugsa líkamsrækt ekki sem skammtímalausn, heldur sem ævilanga fjárfestingu í styrk, stöðugleika og lífsþrótti.“
„Styrktarþjálfun hefur skipt mestu máli fyrir mig, í því hvernig ég hreyfi mig, hvernig mér líður, bara í öllu,“ sagði Aniston í fréttatilkynningu fyrir líkamsræktarmerkið og bætti við að Pvolve Langlífispakkinn hafi „verið svo mikilvægur þáttur í að byggja upp raunverulegan styrk.“

Aniston deilir reglulega æfingum sínum á samfélagsmiðlum, auk þess að kynna Pvolve, en samstarf þeirra hófst árið 2023.
„Af öllum æfingum sem ég hef prófað í gegnum árin hefur þessi umbreytt líkama mínum meira en nokkrar aðrar og þetta er mjög skemmtileg æfing.“
„Jen er mjög samkvæm í æfingum sínum,“ sagði Dani Coleman aðalþjálfari Pvolve.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali
Pressan
Fyrir 5 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin