fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Eyjan

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Eyjan
Miðvikudaginn 15. október 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árin eftir að EES-samningurinn tók gildi voru mikil mótunarár markaðsviðskipta á Íslandi. Frelsi í viðskiptum með krónuna var aukið og raunverulegur hlutabréfamarkaður fór að myndast. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, var í miðri hringiðunni í fjármálageiranum á Íslandi á þessum tíma. Benedikt er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Benedikt Gíslason - 1
play-sharp-fill

Benedikt Gíslason - 1

Þú hefur verið í fjármálageiranum lengi. Þú byrjaðir í FBA.

„1998, nýútskrifaður þá úr verkfræði og þar var bankastjóri Bjarni Ármannsson, nýlega orðinn þrítugur þá. Þetta var ungt fyrirtæki og ungir starfsmenn og mikil dýnamík. Mjög gaman, skemmtilegur vinnustaður.“

Það var mikið að gerast á þessum tíma. Þetta var náttúrlega gríðarleg gróska. Þarna varstu með FBA. Nú, Kaupþing, Bjarni kom nú frá Kaupþingi.

„Jú, jú, í sama húsi meira að segja.“

Þetta er dálítið annað umhverfi í dag.

„Jú, jú, en þetta voru mótunarár markaðsviðskipta á Íslandi. Þarna er EES-samningurinn nýlega kominn í virkni, byrjar 1. janúar 1994. Gjaldeyrishöft höfðu þá verið í framhaldinu afnumin eða, eigum við að segja, frelsi í viðskiptum með krónuna var aukið töluvert. Og þarna ber, þetta voru já, og það er náttúrulega þarna. Auðvitað voru félög skráð á hlutabréfamarkað fyrir þennan tíma en það er þarna sem fjárfestingabankastarfsemi fær nýja vængi.“

Þarna er að verða og náttúrlega eins og þú bendir á, það er hafin þessi þróun, þessi breyting. Það eru fyrirtæki skráð á markað. Það er orðinn svona verðbréfamarkaður hér á Íslandi, sem er nú nokkuð sem að, sem var tiltölulega nýtilkomið í raun og veru á þeim tíma. Og svo fer allt á mikið flug og það er farið í að einkavæða Landsbankann og Búnaðarbankann.

„Já, FBA var fyrst. Það var fyrsti bankinn sem var einkavæddur.“

Já, alveg rétt, þegar sjóðirnir voru einkavæddir.

„Já, fyrsta salan af bönkunum sem voru í ríkiseigu allir, ég man ekki hvort það var 40 prósent hlutur eða eitthvað svoleiðis í FBA. Það varð svona smá, það varð smá túrbúlens í kringum það af því að það kom í ljós að Kaupþing eða viðskiptavinir Kaupþings voru meðal stórra fjárfesta þar og bæði fyrirtækin í sama húsi. Þetta var svona pínu skrýtin stemning í mötuneytinu. En svo fann þetta eignarhald sér lengri tíma eignarhald og svo gerist það fljótlega í kjölfarið að FBA sameinast við Íslandsbanka. Það var, minnir mig, rúmlega ári seinna sem að sú sameining á sér stað.“

Fórst þú með?

„Ég fór yfir til Íslandsbanka en fljótlega eftir það varð ég síðan að starfsmanni Straums, sem var þá gamli Hlutabréfasjóðurinn sem hafði verið breytt í fjárfestingafélagið Straum og þangað voru komnir inn meðal annars forstjórinn, Þórður Már, sem hafði þá komið úr Kaupþingi. Þá voru þessir skattaafslættir að renna sitt skeið í hlutabréfasjóðunum og hérna, þarna var stór sjóður sem var hugmynd með að breyta í fjárfestingarfélag. Það var skráð í Kauphöll fljótlega í staðinn fyrir að vera hlutdeildarskírteini. Auðvitað voru einhverjir sjóðfélagar sem voru ekki sáttir við þetta en gátu þá bara selt sig út og mig minnir að fljótlega eftir að Straumur er skráður þá fara hlutir í félaginu að skipta um hendur á yfir innra virði. Þegar þetta var hlutabréfasjóður var þetta bara þetta á innra virði. Þá voru byrjaðar að myndast væntingar um það að fjárfestingafélagið gæti verið að búa til einhverja umframávöxtun, umfram það sem markaðurinn var að gera.“

Benedikt segir frá því að í framhaldinu fékk Straumur bankaleyfi, varð fjárfestingabanki og fékk seinna viðskiptabankaleyfi. „Ég var þarna meira eða minna allan þann tíma með einu ári í FL Group, frá 2007 til 2008.“

Svo kom hrunið sem breytti ansi miklu, þegar 95 prósent af Kauphöllinni nánast hvarf.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Hálfgerður þursaflokkur

Orðið á götunni: Hálfgerður þursaflokkur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa Sjálfstæðismanna – hver er munurinn á Reykjavík og Kópavogi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum

Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?

Óttar Guðmundsson skrifar: Heitirðu Óttar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita
Hide picture