fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Leitið ekki langt yfir skammt

Eyjan
Þriðjudaginn 14. október 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að það hafi komið nokkuð á ýmsa sem mættu á ársfund Samtaka atvinnulífsins, jafnvel mætti ganga svo langt að segja að andlitið hafi dottið af þeim, er þeir hlýddu á ávarp formanns SA, Jóns Ólafs Halldórssonar. Einhverjir þurftu að líta betur á fundargögn til að athuga hvort þetta væri ekki örugglega fundur SA en ekki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Jon Ólafur fullyrti í upphafi máls síns að veiðigjöldin muni tvöfaldast frá næstu áramótum eftir að Alþingi samþykkti „umdeild lög“ um mitt sumar. Orðið á götunni er að þarna hafi formaðurinn ekki aðeins farið frjálslega með sannleikann heldur beinlínis sagt ósatt. Veiðigjöldin tvöfaldast ekki um áramót heldur verður leiðrétting þeirra innleidd í skrefum út kjörtímabilið. Þá er fráleitt að kalla lög umdeild þegar andstaðan við þau einskorðaðist að mestu við örfáa sérhagsmunaaðila og þingmenn stjórnarandstöðunnar sem hegðuðu sér við umræðu um veiðigjöldin eins og hundur í bandi sérhagsmunanna. Skoðanakannanir sýndu að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna var fylgjandi leiðréttingu gjaldanna.

Ræða formannsins snerist að mestu um sjávarútveginn og endurómaði mjög málþóf stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu í vor og fram á sumar og dæmalaust ósmekklegar auglýsingar SFS þar sem leiddir voru fram m.a. kvótaerfingjar sem selt hafa kvótann og leikarar úr norsku Exit-þáttunum. Jón Ólafur sagði fyrirtækin þurfa að leggjast í aðhald og hagræðingar út af aukinni gjaldtöku. Þá líkir hann veiðigjaldaleiðréttingunni við það að ríkið krefjist þess að ríkisstjórnin krefjist þess að fólkið í landinu greiði „meira af sjálfsafla fé sínu til hins opinbera.“

Í orðum Jóns Ólafs fólst að fyrirtæki í sjávarútvegi hafi neyðst til þess að draga úr og hætta við fjárfestingar og ekkert nema auðn sé fram undan í íslenskum sjávarútvegi. Minnir þetta á ámátlegt væl Binna í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, sem bar sig aumlega og sagðist hafa þurft að loka fiskvinnslu og selja togara sem hann keypti fyrir tveimur árum, allt vegna leiðréttingar veiðigjaldanna. Orðið á götunni er að Guðmundur Kristjánsson í Brim hafi troðið sokk upp í Binna og aðra veiðigjaldavælukjóa er hann keypti Lýsi hf. fyrir 30 milljarða á dögunum. Guðmundur þarf að greiða veiðigjöld eins og aðrir. Ætli hann kunni ekki bara að reka sitt fyrirtæki betur en sumir í greininni? Kannski snýst þetta þegar allt kemur til alls um það að sumir kunna til verka á meðan aðrir eru búskussar.

Orðið á götunni er að margir viðstaddir hafi orðið agndofa yfir málflutningi formannsins á fundinum. Venjan sé að formaður SA komi og flytji ávarp fyrir hönd samtakanna í heild en stilli sig um að tala út frá eigin skoðunum eða hagsmunum þröngs hóps aðildarfyrirtækja. Í stjórn og framkvæmdastjórn SA situr margt ágætisfólk sem ótrúlegt er að hafa lagt blessun sína yfir þann málflutning sem formaðurinn viðhafði á fundinum.

Orðið á götunni er að Jón Ólafur gangi erinda Þorsteins Más Vilhelmssonar í Samherja og Þórólfs Gíslasonar í Kaupfélagi Skagfirðinga í störfum sínum fyrir SA. Hann er ekki óvanur því. Árið 2012 keyptu Samherji og Fisk Seafood, dótturfélag Kaupfélagsins, í sameiningu olíufélagið Olís. Þá var Jón Ólafur starfsmaður Olís. Tveimur árum síðar var hann ráðinn forstjóri félagsins og starfaði sem slíkur í sjö ár.

Orðið á götunni er að oft þurfi ekki að leita langt yfir skammt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er ekki bara komið nóg af Framsókn?

Orðið á götunni: Er ekki bara komið nóg af Framsókn?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér