Tveir vinstrisinnaðir þingmenn, Ayman Odeh og Ofer Cassif, létu hins til sín taka með þeim afleiðingum að þeir voru fjarlægðir úr þingsalnum með valdi.
Þingmennirnir héldu á spjaldi þar sem kallað var eftir því að sjálfstæði Palestínu yrði viðurkennt. Töluverð læti urðu í salnum þegar þingmönnunum var vísað á dyr og virtist uppákoman koma Bandaríkjaforseta töluvert á óvart.
Odeh er formaður Hadash-flokksins og einn þekktasti fulltrúi arabíska minnihlutans í Ísrael. Cassif er gyðingur sem hefur lengi barist fyrir jöfnum réttindum Palestínumanna.
„Þetta var mjög skilvirkt,“ sagði Trump þegar búið var að fjarlægja þingmennina.
Trump er í Ísrael til að fagna vopnahléi Ísraels og Hamas-samtakanna, en óhætt er að segja að Trump hafi átt stóran þátt í því að samkomulag náðist.
Hann heldur svo til Egyptalands í dag á mikilvægan leiðtogafund þar sem vonast er til þess að hægt verði að leggja grunn að varanlegum friði í Miðausturlöndum.
Trump var ákaft fagnað af ísraelskum þingmönnum sem veittu forsetanum standandi lófaklapp eftir ræðu hans.