fbpx
Föstudagur 10.október 2025
Eyjan

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Eyjan
Fimmtudaginn 9. október 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru Sjálfstæðismenn sem hafa staðið í vegi fyrir lagningu Sundabrautar og tafið í áraraðir og ekkert komst á skrið fyrr en þeir viku úr samgönguráðuneytinu. Hluti söluandvirðisins þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar seldi Símann skömmu fyrir hrun var ætlaður í gerð Sundabrautar. Peningarnir voru geymdir í Seðlabankanum og töpuðust allir, ásamt fé fyrir nýjum Landspítala og fleiru. Um árabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn sakað Reykjavíkurborg um að tefja lagningu Sundabrautar gegn betri vitund. Nú reynir þingmaður Sjálfstæðismanna enn að tefja málið.

Þetta kemur fram í pistli sem Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, birtir í Morgunblaðinu í dag. Hann rifjar upp hvernig Sundabrautarverkefnið lenti upp á skeri þegar Vegagerðin ætlaði einhliða að fara brúarleið á svokallaðri innri leið árið 2004. Brúin hefði beint mikilli umferð inn í íbúðahverfin í Laugardal, auk þess sem hún hefði skert lífsgæði íbúa í Grafarvogi.

Dagur vitnar í samtal Davíðs, sem þá var orðinn seðlabankastjóri, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um risalán til Kaupþings á síðasta degi bankans og segir þá augljóslega hafa gert sér grein fyrir áhættunni af lánveitingunni:

„Davíð sem hljóðritaði samtalið og birti orðrétt á síðum Morgunblaðsins sagði: „Við megum ekki setja íslenska ríkið á galeiðuna.“ Og Geir svarar: „Nei, nei, þetta eru 100 milljarðar, spítalinn og Sundabrautin.““

Dagur heldur áfram: „Sjálfstæðisflokkurinn vissi auðvitað þessa ástæðu fyrir frestun Sundabrautar. Í umræðunni lét flokkurinn þó alltaf að því liggja að Reykjavíkurborg væri að tefja. Það heyrist enn. Staðreyndin er sú að undirbúningur Sundabrautar komst ekki á skrið fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn vék úr samgönguráðuneytinu og Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins tók við. Við gerðum fyrsta og eina samkomulagið um málið árið 2021. Eftir því er nú unnið.“

Nú er fram undan kynning á samanburði milli ganga og brúar þar sem metin eru áhrif þessarar miklu framkvæmdar á nærliggjandi hverfi, umferðina almenn, umhverfi og almannahag. Dagur segist vonast eftir góðri umræðu um þessa kosti.

Hann gagnrýnir harðlega framgöngu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, að undanförnu:

„Sjálfstæðisflokkurinn er nú að skrifa nýjan kafla í sögu sinni um Sundabraut. Eftir að hafa gagnrýnt borgina og aðra fyrir að vilja Sundabraut í göngum og kallað það tafa-taktík þá hefur þingmaður þeirra, Guðlaugur Þór Þórðarson, nú gagnrýnt áform um Sundabraut harðlega á tveimur opnum íbúafundum og ekki færri en þremur viðtölum í Morgunblaðinu.

Guðlaugur heldur því ítrekað fram að Samgöngusáttmálinn geri ekki ráð fyrir Sundabraut og að Sæbraut geti ekki tekið við umferð frá henni. Þetta er rangt. Sæbrautarstokkur sem er lykilframkvæmd sáttmálans er beinlínis hannaður með Sundabraut í huga. Guðlaugur segist nú vilja göng alla leið upp á Kjalarnes, vitandi það að slík útfærsla myndi tefja málið um fjölmörg ár og líklega koma í veg fyrir hana vegna kostnaðar. Ætli honum verði að ósk sinni?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er ekki bara komið nóg af Framsókn?

Orðið á götunni: Er ekki bara komið nóg af Framsókn?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér

Sigmundur Ernir skrifar: Skerðu niður sem lengst frá sjálfum þér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?