Suman, sem var 33 ára, keppti um tíma í UFC en alls keppti hann tíu sinnum sem atvinnumaður. Á undanförnum árum hefur hann þjálfað unga og upprennandi MMA-kappa í Ástralíu og getið sér gott orð fyrir það.
Í febrúar 2024 var einnig reynt að ráða Suman af dögum. Byssumaður skaut nokkrum skotum að honum fyrir utan æfingasal hans í Sydney en hitti ekki.
Yfirlögregluþjónninn Jason Joyce segir synd að skotárásir sem þessar eigi sér stað í borginni.
Lögregla segir allt benda til þess að um skipulagðan verknað hafi verið að ræða. Tvær bifreiðar sem lögregla leitaði að í tengslum við morðið á miðvikudag fundust daginn eftir og var búið að kveikja í þeim.